
ráslisti-is2019hof152-opinn-flokkur-tölt-t3-forkeppni-1.pdf |
![]()
0 Comments
![]()
![]()
![]()
Búið er að opna fyrir skráningar á vefsíðunni: Sportfengur.com
Skráningagjald í öllum flokkum er kr. 5000 í öllum keppnisgreinum. Skráningargjald er hægt að greiða með millifærslu á 0172-26-5153 kt 681188-2589 og kvittun send á netfang janine@javet.is Skráningarfrestur rennur út 4. júlí 2019 Formenn hestamannafélaganna eru ábyrgir fyrir skráningu í A- og B-Flokk - (Gæðingaflokkur 1) Keppenur í Áhugamannaflokkum skrá sig sjálfir í A- og B-flokk - (Gæðingaflokkur 2), Tölt, T3 Opin flokkur en þáttakendur yngri en 21 árs skrá sig í Tölt, T3 – Opinn flokkur – (2. Flokkur) Keppendur í Tölti T1, Barna- Unglinga- og Ungmennaflokk og kappreiðar skrá sig einnig í gegnum Sportfengur.com Hlökkum til að sjá ykkur! Félagsmót Hornfirðings og úrtaka fyrir FM2019 verða haldin að Fornustekkum helgina 8. - 9. júní.
Dagskrá hefst kl. 14:00 á laugardeginum. Keppnisgreinar: - Barna-, unglinga- og ungmennaflokkur - A-, B- flokkur gæðinga, (+áhugamannaflokkur) - Tölt T3, - Pollaflokkur (skráning á staðnum sunnudag) - Unghrossaflokkur, hross fædd 2014 og 2015 (4.v.+ 5.v.) - 100m skeið og 350m stökk Skráning á www.sportfengur.com / senda greiðslukvittun á netfang: janine@javet.is / Skráningu lýkur fimmtudaginn 6. júní kl. 16:00. Skráningargjald kr. 4000,- en frítt fyrir keppendur í barna- og pollaflokki. Þátttakendur verða að vera búnir að greiða félagsgjöldin. Stjórn Hornfirðings Fjórðungsmót á Austurlandi 11. - 14. júlí. Fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi, FM2019, verður haldið á félagssvæði Hornfirðings að Fornustekkum í Nesjum, dagana 11. - 14. júlí 2019. Tekin verður upp sú nýbreyttni að hafa opna gæðingakeppni á landsvísu í A- og B-flokki áhugamanna og keppni í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Með þessu vilja mótshaldarar stuðla að aukinni þátttöku áhugamanna og fjölskyldna þeirra. Til að styrkja fjórðungsmótið enn frekar var ákveðið að bjóða hestamannafélaginu Geysi í Rangárvallarsýslu, þátttökurétt á fjórðungsmótinu, að Fornustekkum. Þar með eru öll hestamannafélög á svæðinu frá Rangárvalarsýslu og norður í Eyjafjörð, með keppnisrétt á mótinu. Kynbótahrossum innan hrossaræktarsamtaka á sömu svæðum er boðin þátttaka í kynbótasýningu á mótinu, samtals 45 hross samkvæmt röð á stöðulista (4-8 hross í hverjum flokki) . Keppt verður í eftirtöldum keppnisgreinum á FM2019:
www.hornfirdingur.is ![]()
Opið hús hjá hestamannafélaginu Hornfirðingi þann 1. maí, sem er alþjóðlegur dagur íslenska hestsins. Opið verður í reiðhöllinni og nýja hesthúsinu að Fornustekkum. Teymt verður undir börnum í reiðhöllinni og grillaðar pylsur ofl.
Allir velkomnir frá kl. 13:00-16:00 Hestamannafélagið Hornfirðingur Félagar í Hornfirðingi eru með frían aðgang að WorldFeng (upprunaættbók íslenska hestsins). Félagar sem vilja fá aðgang, hafi samband við gjaldkera félagsins Janine Arens .
ATH.: - Félagir sem hafa ekki enn greidd ársgjald 2018 eiga að ganga frá því sem fyrst, annars verður lokað þeirra aðgang í Worldfengur í gegnum Hestamannafélgsins í lok janúar 2019. - Félagir sem hafa ekki greitt félagsgjöld í a.m.k. tvö ár eru skráðir úr félaginu skv reglum félagsins og missa þar með aðgang í Worldfengur í gegnum félagið. Það gildir ekki fyrir eldri félagir Hornfirðings (67+). |
Um okkurHestamannafélagið Hornfirðingur var stofnað 17. maí 1936. Félagssvæði Hornfirðings er staðsett við Fornustekka í Nesjum í Hornafirði. Dagatal reiðhallarinnar |