Hestamannafélagið Hornfirðingur var stofnað 17. maí 1936. Stofnfélagar voru 12 og var fyrsti formaður Þorbergur Þorleifsson.
Í dag er félagatalan samtals 175. Félagssvæði Hornfirðings er staðsett við Fornustekka í Nesjum í Hornafirði. Þar er félagsheimilið Stekkhóll, sem er í eigu hestamannafélagsins og keppnisvöllur með 200m og 300m hringvelli og 800m beinni grasbraut. Reiðhöll, tvö tamningagerði, hesthús og frábærar reiðleiðir. Félagsbúningur er rauður jakki með svörtum kraga, hvítar buxur, hvít skyrta og rautt bindi. |