Mig langaði bara að segja frá öllum okkar frábæru knöpum og hestum sem ætla leggja land undir fót í þessari viku og ætla að keppa fyrir hönd Hornfirðings á Landsmóti Hestamanna á Rangárbökkum við Hellu. Ég vona að ég gleymi engum.
Í barnaflokki fara fyrir okkar hönd þær Eyrún Stína Guðmundsdóttir á Funa frá Mið-Fossum og Kolbrún Hilmarsdóttir á Garpi frá Nautabúi
Í unglingaflokki verða það þau Ída Mekkín Hlynsdóttir á Marín frá Lækjarbrekku, Elín Ósk Óskarsdóttir og Ísafold frá Kirkjubæ og Friðrik Snær Friðriksson með Flóka frá Hlíðarbergi sem fara fyrir okkar hönd, en Friðrik komst inn með hæstu einkunn þeirra sem komust ekki í gegn í úrtöku innan sinna félaga. En Hornfirðingur má senda 2 keppendur í hverjum flokki
Í B-flokki gæðinga verða það Tromma frá Höfn og Hlynur Guðmundsson og Læsing frá Sandhólaferju og Mathilde Nijzingh
A- flokks hestarnir okkar eru þeir Jörundur frá Eystar Fróðholti og Þórmundur frá Lækjarbrekku en knapi þeirra beggja verður Hlynur Guðmundsson
Í ár verður einnig boðið upp á íþróttakeppni í fyrsta sinn, fyrir utan hið hefðbundna tölt T1
Hlynur Guðmunds og Tromma frá Höfn verða í T1
Bjarney "okkar" Unnsteinsdóttir og Dökkvi frá Miðskeri í F1
En til gamans má geta að þá hafa þau einnig náð lágmörkum með Hendingu frá Eyjarhólum í B flokk, Öskju frá Efstu-Grund, Dökkva frá Miðskeri, Stólpa frá Ási 2 í A flokkinn (fyrir önnur félög) ásamt nokkrum kynbótahrossum
Einnig má nefna að Organisti frá Horni I er á lista yfir þá stóðhesta sem geta tekið á móti fyrstu verðlaunum fyrir afkvæmi á Landsmótinu. Ekki slæmt það :)
Þannig það er nóg til að fylgjast með í næstu viku
Í barnaflokki fara fyrir okkar hönd þær Eyrún Stína Guðmundsdóttir á Funa frá Mið-Fossum og Kolbrún Hilmarsdóttir á Garpi frá Nautabúi
Í unglingaflokki verða það þau Ída Mekkín Hlynsdóttir á Marín frá Lækjarbrekku, Elín Ósk Óskarsdóttir og Ísafold frá Kirkjubæ og Friðrik Snær Friðriksson með Flóka frá Hlíðarbergi sem fara fyrir okkar hönd, en Friðrik komst inn með hæstu einkunn þeirra sem komust ekki í gegn í úrtöku innan sinna félaga. En Hornfirðingur má senda 2 keppendur í hverjum flokki
Í B-flokki gæðinga verða það Tromma frá Höfn og Hlynur Guðmundsson og Læsing frá Sandhólaferju og Mathilde Nijzingh
A- flokks hestarnir okkar eru þeir Jörundur frá Eystar Fróðholti og Þórmundur frá Lækjarbrekku en knapi þeirra beggja verður Hlynur Guðmundsson
Í ár verður einnig boðið upp á íþróttakeppni í fyrsta sinn, fyrir utan hið hefðbundna tölt T1
Hlynur Guðmunds og Tromma frá Höfn verða í T1
Bjarney "okkar" Unnsteinsdóttir og Dökkvi frá Miðskeri í F1
En til gamans má geta að þá hafa þau einnig náð lágmörkum með Hendingu frá Eyjarhólum í B flokk, Öskju frá Efstu-Grund, Dökkva frá Miðskeri, Stólpa frá Ási 2 í A flokkinn (fyrir önnur félög) ásamt nokkrum kynbótahrossum
Einnig má nefna að Organisti frá Horni I er á lista yfir þá stóðhesta sem geta tekið á móti fyrstu verðlaunum fyrir afkvæmi á Landsmótinu. Ekki slæmt það :)
Þannig það er nóg til að fylgjast með í næstu viku