Við erum á Facebook!
Hestamannafélagið Hornfirðingur
  • Forsiða
    • Dagskrá
  • Um Felagið
    • Stjórn og nefndir
    • Fundargerðir
    • Lög félagsins
    • Gjaldskrá
    • Gerast félagsmaður
  • Myndir
    • Vormót 2014
    • Félagsmót Hornfirðings 2014
    • Félagsmót Hornfirðings pollaflokkur
  • Tenglar
  • Senda tölvupóst

Landsmóts fréttir

5/7/2022

0 Comments

 
Nú í kvöld lauk sérstök forkeppni í gæðingaflokkum
Áttum við frábæra hesta og knapa í barna- unglinga B- og A- flokkum

Uppúr stóðu þó þau Ída Mekkín og Marín í unglingaflokk og Hlynur Guðmunds og Tromma frá Höfn en þau eru komin áfram í milliriðla í ofboðslega sterkum flokkum. 

Ég mæli með að menn nái sér í aðgang að Alendis.is og horfi á Ídu Mekkín kl 12.30 á morgun, þriðjudag. Eða heimsæki vin sem hefur aðgang ;)

Til gamans má bæta við að Klerkur gamli frá Bjarnanesi er einnig á brautinni á morgun í unglingaflokk, en knapi hans á þessu móti er Lilja Dögg Ágústsdóttir. 
Efsti hestur í B flokki ungmenna er einnig úr Hornfirskri ræktun en það er Kolbeinn frá Horni I og verður gaman að fylgjast með honum.
og svo ég haldi áfram að nefna "okkar" hesta og fólk, þá er Hlynur Guðmunds einnig með hest í milliriðla í A-flokki, hana Öskju frá Efstu-Grund, en þau voru með 2 hæstu einkunn í kvöld og Bjarney Jóna með Hendingu frá Eyjarhólum í B- flokknum

Gangi ykkur öllum vel næstu daga, það verður gaman að fylgjast með ykkur. Þó það sé nú bara á skjánum í þetta skiptið

Baráttukveðjur
​Hafrún
Picture
Ída Mekkín og Marín - mynd: Hildur Ýr
0 Comments



Leave a Reply.

    Um okkur

    Hestamannafélagið Hornfirðingur var stofnað  17. maí 1936. Félagssvæði Hornfirðings er staðsett við Fornustekka í Nesjum í Hornafirði. 
    Þar er félagsheimilið Stekkhóll, sem er í eigu hestamannafélagsins og keppnisvöllur með 200m og 300m hringvelli og 800m beinni grasbraut. Reiðhöll, tvö tamningagerði, hesthús og frábærar reiðleiðir.

    Dagatal reiðhallarinnar

    Sjá hér!
Powered by Create your own unique website with customizable templates.

Picture
Picture